Hitt og annað.

Ég held ég sé nú loksins að skríða saman þótt ég sé alls ekki orðin góð en ég tek það bara rólega í nokkra daga ennþá og get þá vonandi farið að vera smá á ferðinni. Ég varð annars ekki mjög glöð í nótt þegar ég fór fram að fá mér heitt að drekka við hóstanum. Hverju mætti ég ??? Jú þessari risa stóru svörtu könguló Frown ég var að hugsa um að vekja Geithafurinn og láta hann bjarga mér en svo sá ég þessa fínu glerkrukku sem ég bara skellti yfir dýrið þannig ég gat drukkið í friði. Lét svo bara Geithafurinn setja hana út í morgun því það var ekki sjens að ég myndi snerta þetta flykki !!

Við ætluðum að vera voða sniðug áðan þar sem Geithafurinn var í fríi eftir hádegið ( það var svo lítið að gera að allir fengu frí) og fara að versla inn til að losna við allt kaðrakið á morgun þegar við komum að búðinni að þá mættum við bara fólki með tómar körfur sem er frekar mikið óvenjulegt !! En við fórum inn að athuga málið og þá var verkfall. Litlar einkabúðir eru opnar en allar stærri matvörubúðir lokaðar þannig að við verðum að fara á morgun ef við ætlum að eiga eitthvað að borða um páskana þar sem það er farið að verða ansi lítið til á heimilinu þar sem allir hafa verið veikir innandyra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband