17.3.2008 | 15:35
Læknaheimsókn.
Það tók ekki nema þrjá tíma að fara til doksa.
Það var opið frá 3 í dag og við vorum komin fyrir utan hjá honum korter yfir eitt og vorum númer 3 í röðinni. Við semsagt fórum bæði þar sem Geithafurinn er með bronkítis eina ferðina enn. Hann var að vinna í morgun en verður heima núna fram á fimmtudag. Það voru reyndar fáir að bíða eftir lækninum og liggur það í því að læknirinn sem er alltaf er í fríi og það er Egypskur læknir að leysa hann af og það eru ekki allir til í að fara til hans. En mér leist vel á hann og ég var hlustuð í bak og fyrir og fékk pensillín til að taka næstu daga. En úff hvað ég er þreytt eftir þetta enda ekki beint gaman að sitja úti í bíl í klukkutíma með bullandi hita. Held ég fari að leggja mig...ég hefði kannski átt að gera eins og gömlu hjónin sem voru fyrst í röðinni, þau steinsváfu í bílnum þar til klukkan var langt gengin í 3 þá komu þau með stírurnar í augunum inn á biðstofuna.


Athugasemdir
Náttla hundleiðinlegt að fá flensu...ég er svo heppin að hafa ekki fengið hana ennþá (bankbank sjöníuþrettán) en Diddi fékk hana í síðustu viku og var svo mikið veikur svo þú átt samúð mína alla.
Farðu vel með þig. Knús
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 18.3.2008 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.