Í belg og biðu.

Er eitthvað hálf asnaleg í eins og er. Svaf illa í nótt og ákvað að leggja mig aftur þegar Geithafurinn var farinn í vinnuna og var rétt sofnuð þegar ég heyri kallað Ólöf og auðvitað hrökk ég upp. En málið er að það var enginn þarna, þar sem ég var ein á efri hæðinni og sú gamla niðri kallar mig alltaf Alí. En allavega eftir þetta að þá gat ég auðvitað ekkert sofnað aftur. Þannig að ég náttúrlega fór bara á fætur og ákvað að fara út í búð, sem var ekki góð ákvörðun !! Ég hélt ég myndi halda páskana þar....það var eins og það yrði bara ekkert opið nema í dag og svo lokað það var þvílík stappa af fólki að ég rétt henti einhverju smá í körfu og fór á kassann. En það er nú ekki eins og það sé ekkert opið sko því hér er allt opið nema á Páskadag og annan í páskum. En annars er þvílíkt gott veður og reyndar mjög gott að fá sér gönguferð í búðina en ég held að ég reyni að klára innkaup á morgun fyrir alla næstu viku því ég er ekki að nenna að vera í svona stappi sem á bara eftir að aukast á næstu dögum.Woundering

Annars er frekar skrítinn dagur þar sem það er afmælisdagurinn hennar ömmu og það er frekar skrítið að geta ekki tekið upp tólið og hringt í hana !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sendi þér bara svona *knús* í tilefni dagsins, kveiktu bara á kerti og hugsaðu til hennar ömmu þinnar 

Sigrún (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 22:15

2 Smámynd: Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir

Já Sigrún hefur lög að mæla, kveiktu á kerti og mundu allar góðu stundirnar með ömmu þinni.  Knús

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 15.3.2008 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband