Jamm og jæja.

Hér er svo sannarlega vor í lofti ! Enda er allt að vakna til lífsins, skjaldbakan í næsta garði er vöknuð og ég verð að segja að ég sakna þess að hafa ekki skjaldbökurnar hér í garðinum en þær voru settar annað vegna þessa að það er búið að vera að vinna í garðinum og á eftir að gera meira. Ætla bara rétt að vona að þetta haldist eitthvað áfram.

En annars er nóg að snúast hjá mér alla vegana þar sem ég fann mér nýtt áhugamál sem tekur soldinn tíma en annars er allt við það sama. Sú gamla gerir mann gráhærðan reglulega og eins og staðan er núna má segja að ég sé í góðri æfingu að telja upp á 100 !!! Ég varð til dæmis ekki mjög glöð í gær þegar ég setti í þvottavélina og hvíti þvotturinn kom út loðinn og svartur. Devil Þá hafði sú gamla verið að þvo stóra hunda mottu og þótt það sé búið að biðja hana um að láta þetta ekki í vélina ( er allt of stórt ) eða allavega að láta þá vélina þvo tóma á eftir að þá er það aldrei gert. Ef þetta væri hennar vél að þá væri allt í góðu og ekkert hægt að segja en hennar gaf upp öndina fyrir löngu síðan og hún ákvað að kaupa ekkert aðra heldur nota bara þessa frá efri hæðinni. Semsagt líf og fjör hér eins og venjulega. Whistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband