5.3.2008 | 15:18
Nú er það snúið.
Hlutirnir eru ekki nógu góðir hér eins og er.
Það er vesen með gömlu konuna og ef satt á að segja vitum við ekki alveg hvernig við getum snúið okkur í þessu. Geitahafurinn hringdi í frænku sína til að fá hennar álit og hún er hjá þeirri gömlu núna. En mér leist alls ekki á þá gömlu um hádegið þegar hún kallaði í mig til að vita hvað ég væri að gera á fótum, því þá var hún alveg á því að það væri mið nótt. Hún trúði mér ekki nærri strax að það væri hádegi, því að hún var að hugsa um að fara að sofa. En hún er semsagt farin að rugla meira og meira með degi hverjum þannig að þetta er alls ekki nógu gott ástand eins og er.

Athugasemdir
Æ þetta hlýtur að vera erfitt, svo skilur gamla fólkið ekki að eitthvað sé að svo að það verður enn erfiðara.
En reyndu að hafa það sem best
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 6.3.2008 kl. 07:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.