3.3.2008 | 15:27
Ferðasaga.
Þá er komið að ferðasögunni frá Dublin í stórum dráttum. Ferðin byrjaði á klukkutíma seinkun þannig að við vorum komin frekar seint á hótelið sem var í miðbænum en við fórum og fengum okkur að borða og svo bara að sofa því stefnan var sett á að skoða okkur um á mánudaginn. Mánudagurinn byrjaði ekkert of vel þar sem sturtan í herberginu virkaði ekki en þegar ég kvartaði að þá virtist það vera vel þekkt vandamál í þessu herbergi. Okkur var boðið að fá stórt herbergi ef við gætum beðið til hádegis og það var sossum ekkert mál við fórum út að skoða okkur um og þegar við komum aftur á hótelið að þá fengum við risa herbergi !! Með tveimur hjónarúmum og risa baðherbergi þannig að þetta var bara fínt.
Á mánudeginum vorum við bara í kringum Temple Bar svæðið og kíktum inn hér og þar að skoða. Þriðjudagurinn fór í að skoða Guinness og Jameson og það var bara gaman !!! Guinness tók ábyggilega meira en tvo tíma að fara í gegnum og í Jameson er ferð með leiðsögumanni og það var alveg frábært ég hélt að ég hefði ekki gaman að þessu en þvert á móti ég hló mikið í þeirri ferð. Svo er náttúrlega boðið upp á drykk í enda ferðar en ég lét nú bara Geithafurinn um það sko...hann vildi reyndar að ég myndi bjóða mig fram í Viskí smökkun en ég lét það eiga sig.
Á miðvikudag fórum við í stóra verslunar miðstöð sem heitir Dundrum en við entumst nú ekki þar mjög lengi, erum ekki mjög verslunarsinnuð. Svo var bara verið í Temple Bar og skoðað sig um já og ég hafði að drekka eitt Irish coffee....sem telst nú bara gott. Á fimmtudeginum var farið til Howth sem er fiskimannaþorp og er bara gaman að fara þangað. Þar eru selir við bryggjuna og það var gaman að fylgjast með þeim.
Á föstudeginum var úrhellis rigning þannig að við nenntum ekki að fara neitt út og fórum bara á flugvöllinn snemma og það var fínt þar sem við gátum tjekkað okkur inn snemma. Það var smá seinkun á fluginu en það var svo mikill vindur að við komum á áætlun heim eftir mjööööög mikla ókyrrð í loftinu. Ég reyndar skemmti mér vel þar sem ég er ekki flughrædd en það voru nokkrir sem voru ekki eins hressir eftir að hristast í allar áttir í tvo og hálfan tíma. En þetta var bara fín ferð ég á ábyggilega eftir að fara þarna aftur og á sama hótel það var frábært að vera svona miðsvæðis og starfsfólkið þarna var hvert öðru betra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.