20.2.2008 | 16:37
Stress og meira stress.
En ekki hjá mér reyndar ég er alveg róleg en eftir daginn í dag er ég eiginlega búin á því bara að fylgjast með ömmu gömlu. Hún er svo stressuð þessa dagana að það nær engri átt. Hún er farin á fætur fyrir 7 til að vesenast eitthvað og í morgun var hún á fullu að þurrka af og skúra inni hjá sér þegar ég fór niður að þvo. Þá fór hún að tala um garðinn og það að þar væri soldið af greinum sem þyrfti að fara með á haugana og jú það ætluðum við Geithafurinn að gera á laugardaginn þar sem það er búið að loka þegar hann kemur heim á kvöldin. En nei það mátti sko ekki bíða þangað til hún hringdi í einhvern mann á þriggja hjóla bíl til að koma og taka þetta strax ! Já þetta varð að fara bara ákkurat núna !! Ég fór eftir hádegið að ná í þvott og þá var sú gamla ennþá að skúra inni hjá sér, en hún er búin að vera að hlaupa úr því og í að klippa einhvern runna í allan dag, er smá stund úti og fer svo inn að skúra og svona heldur þetta áfram. Ég hef nú rekist á soldið af stressuðu fólki í gegnum árin en hún slær þeim öllum við. Hún er búin að fara eina enn ferð til læknis til að reyna að fá eitthvað við þessu en ekkert virðist virka enda segist hún vera svooo stressuð. Ég gat nú ekki á mér setið þegar hún elti mig með þvottinn og talaði á 300 um allt sem hún þyrfti að gera sem var að skúra og klippa runnann og taka til, ég sagði henni að slaka aðeins á en nei hún segist ekki geta slakað á. En það hlýtur reyndar að vera ansi erfitt að vera svona.

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.