Hvað er í gangi ?

Hér er ekkert nýtt að vera stoppaður við búðir eða í miðborg Ravenna af betlurum en það hefur hingað til ekki verið hér í bænum. Stundum koma einhverjir að reyna að pranga inn á mann einhverju en ef maður segir nei að þá fara þeir en í morgun lenti ég í smá sem ég er ekki mjög hress með. Þannig var að dyrabjallan hringdi rétt fyrir 10 og  ég kíki út og sé konu með barn í kerru og ég opna glugga sem ég stend við og þá segir hún að hún sé svöng og vill fá pening. Ég segi nei og loka glugganum en hún hélt áfram að hringja og þegar ég opna aftur er hún að koma frá húsinu ( hér fer enginn inn á lóð nema að þekkja vel til þar sem oft er fólk með mikla varðhunda) hún hafði verið að kíkja á glugga hjá gömlu konunni. Sú gamla var ekki heima en vá hvað ég varð reið en konan hljóp þegar hún sá að ég var að fylgjast með henni.  Næstu daga ætla að ég að vera heima og fylgjast með, því að ég varð vör við hana hér í götunni í gær líka þótt hún hafi ekki hringt dyrabjöllunni þá. Spurning hvort hún sé að kanna aðstæður ...því það þarf ekkert að vera að hún sé ein á ferð þótt hún standi ein úti með barn þegar hún dinglar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir

Manni bregður alltaf í brún þegar svona er, ég færi á taugum Sem betur fer er lítið um betlara hér á landi, en þeir sjást og mér verður alltaf jafn illa við.  Ég myndi passa vel upp á að hafa allar dyr lokaðar og læstar.  Farðu bara varlega

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 19.2.2008 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband