15.2.2008 | 15:54
Jamm og já.
Er ennþá innidýr en ætla nú að drösla mér út úr húsi á morgun og fara að versla allavega. Er að verða galin á inniveru !! Enda er veðrið hér ansi gott á daginn og nágrannarnir allir á fullu í garðvinnu. Það er nóg að gera hér í garðinum og þótt ég sé ekki mikið fyrir garðvinnu að þá klæjar mig í puttana núna að komast út að gera eitthvað. En það verður kannski hægt að gera eitthvað í næstu viku ,annars kemur yfirleitt rigning ef að ég ákveð að fara í garðvinnu þannig að það er kannski best að vera ekkert að plana neitt.
En annars er ekki mikið um að vera hér, samt smá pælingar í gangi....spurning hvort að maður kemur á klakann í sumar. Það þarf allavega að fara að pæla í því þar sem tíminn líður ansi hratt !! Febrúar er langt kominn og mér finnst jólin nýbúin.
Athugasemdir
Já líst vel á að þú verðir á klakanum í sumar
Og sendu svo eitthvað af þessu góða veðri hingað, snjór og hálka er ekki í uppáhaldi hjá mér
Anna Þóra (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 19:20
oh ég öfunda þig svooooo ég væri sko til í að vesenast í garðinum, frekar en að labba á mannbroddum, þú verður nú að kíkja alla vega smá á klakann ( þegar hann er búinn að bráðna). Já tíminn líður rosalega hratt og bráðum aftur komin jól
.
Knús og kossar frá klakafólkinu
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 16.2.2008 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.