Hóst.

Ég held ég sé komin með hálft apótek hingað heim. Geithafurinn er búinn að fara tvisvar í apótekið fyrir mig í dag til að bæta við og var nú slatti til hér fyrir, mig vantaði meira hóstasaft og svo hálsbrjóstsykur og ætla rétt að vona að ég sofi betur í nótt. Sleeping Verst hvað þetta hóstasaft er vont, lyktin er eins og af kökudropum....ojjj bara !!! En ef það virkar lætur maður sig hafa það. En ég er samt langt frá því að vera góð og ég get ekki annað en sagt að ég hafi orðið glöð þegar Geithafurinn hringdi í mig seinnipartinn og sagðist ætla að elda kvöldmatinn.Smile Hann eldaði osta pasta og slurp !!! hvað það var gott. Ekki það að hann eldar oft en það er meira um það um helgar þegar hann er í fríi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir

Vonandi fer þér að batna með apótekinu, mikið þarf að finna upp lyktar- og bragðbetri mixtúrur, ég get ekki komið ofan í einhverri hóstasaft sem bragðast eins og skítugur sokkur ( ekki það að ég hafi nokkurn tíman smakkað skítugan sokk)

Hafðu það gott og láttu karlinn þinn snúast svolítið í kringum þig, hann hefur bara gott af því.

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 15.2.2008 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband