13.2.2008 | 04:41
Svefnleysi.
Get ekki sofið fyrir hósta þannig að eftir að hafa farið mörgu sinnum fram og fengið mér heitt að drekka og tópasskot og ég veit ekki hvað og hvað að þá bara gafst ég upp og ákvað að hætta að reyna að sofa. Ég sem var orðin svo hress seinni partinn í gær að ég ákvað að fara með Geithafrinum að versla. Ég hefði kannski betur sleppt því.
En langaði bara að skreppa aðeins út þar sem ég er að verða galin á inniveru ! Við vorum komin í búðina hér í bænum ca 20 mín áður en hún lokaði og þá var verið að skúra allt þannig að maður var bara fyrir og 15 mínútum fyrir lokun er farið að kalla upp þar, að það sé verið að loka. En það er reyndar fínt þá er maður allavega ekkert að drolla við að versla.


Athugasemdir
Ég samhryggist. Maður þekkir lítið verra en það að fá ekki svefn fyrir hósta. Ég mæli með að þú skreppir í lyfju og fáir þér svona hóstasaft. Ég gerði slíkt einhverntímann og það virkaði fínt. Man ekki hvað saftið hét en það byrjaði á P =P
Einar (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 05:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.