Lasarus aftur !

Ég er tuskuleg í dag. Er aftur komin með kvef og einhverja flensudruslu !! En það er kannski ekki skrítið þar sem það er svo kalt og rakt á kvöldin að manni verður kalt inn að beini við að fara út. Ég held að ég fari að gera eins og gamla liðið hér sem vefur trefli eða einhverjum klútum yfir hausinn þannig að það rétt sést í augun. Woundering  Svona Michael Jackson tíska.Cool Ég ætla nú samt að þrjóskast við að fara til læknis enda held ég að það sé ekkert skaffað við þessu ég held mig bara inni og er með nokkurskonar panodil hot til að drekka. Nenni líka engan vegin að bíða fyrir utan hjá honum frá 6 í fyrramálið. En ef ég versna að þá læt ég kíkja á mig á miðvikudagskvöldið þegar annar doksi kemur hingað í mat. En það er allavega betra að fá þetta núna þá heldur að vera veik í Dublin...sem er eftir 2 vikur !!!! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir

Þú verður örugglega orðin hress fyrir Dublin.  Endilega reyndu að halda Michael Jackson tískunni í lágmarki, ég kann ágætlega við þig eins og þú ert

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 11.2.2008 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband