8.2.2008 | 20:53
Úr einu í annað.
Ég er hér ennþá þótt ég sé ekki í bloggstuði þessa dagana. Enda ekkert að gerast, Geithafurinn veikur ennþá en er samt að hressast og ég er eins og hamstur þar sem það er eitthvað að plaga mig öðru megin í munninum. Semsagt mikið fjör og mikið gaman hér þessa vikuna.
Veðrið hér er samt að lagast og var bara með besta móti í dag fór í 13 gráður og það er nú bara nokkuð gott. Ég vona bara að það haldist eitthvað áfram.
Ég hafði loks að horfa á Mýrina í gærkvöldi. Ég fékk hana í jólagjöf og er búin að vera á leiðinni að horfa á hana síðan. Þvílíkt góð !!!! Geithafurinn horfði með mér....hann var nú ekki viss fyrst en sagði svo ok ég sé hvernig hún er ég hætti þá bara ef mér finnst hún leiðinleg, ekki alveg viss um að nenna að horfa á íslenska mynd. En nei við sátum sko bæði sem fastast og þótt ég hafi haft aðra mynd í huganum um Erlend eftir að lesa bækirnar að þá er Ingvar Sigurðsson alveg ekta hann !!!
Athugasemdir
Sammála með Mýrina, þetta er alveg svona "gullmynd" en mér finnst það nú líka með Karlakórinn Helku og Stellu í orlofi
Sigrún (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 17:58
vá sammála með mýrina líka!! rosalega góð en finnst köld slóð ennþá betri samt ;) ertu ekkert að fara að koma á klakann??
Þóra ;) (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 19:27
Klakinn ???? Ég veit ekki sko...aldrei að vita hvað maður gerir þegar þið eruð laus við snjóinn.
Ólöf , 10.2.2008 kl. 09:40
hehe nákvæmlega... alveg glatað veður hérna sko!! manni líður orðið eins og maður búi á norðurpólnum! bíður bara eftir að sjá ísbirni líka! hehe
Þóra ;) (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.