3.2.2008 | 13:28
Ísmolar !
Stundum er maður svo gáfaður að það hálfa væri meira en nóg !!
Þannig var að í fyrrakvöld var orðið svo heitt hér inni að það var varla líft og ekki er hægt að opna glugga lengi þar sem þeir eru svo stórir að það gengur ekkert að hafa þá opna alla nóttina þannig að Geithafurinn slökkti á hitanum. Það á að vera hægt að stilla þetta en mælirinn sem er hér fyrir efri hæðina er ekki alveg til friðs þannig að hann gerir aldrei eins og hann er stilltur þannig að stundum er best að slökkva bara. Allt í lagi með það en svo gleymdum við að kveikja aftur og það voru því tveir ísmolar sem vöknuðu hér í morgun !!! Úti var úrhellis rigning og inni voru rétt rúm 16 stig. En þetta er allt að koma það er komið í tæp 19 núna og það er orðið hægt að sleppa flíspeysunni smá stund.


Athugasemdir
Heppin að vera samt í + hér eru sko bara - stig á mælum
(reyndar ekki inni ennþá, en það er heitavatnsskortur hér í bæ)
Sigrún (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.