31.1.2008 | 13:36
Fimmtudagur.
Get ekki sagt að ég hafi nennt á fætur í morgun, enda allt dimmt og rigning. En það hafðist nú á endanum. Er reyndar búin að vera mest allan morguninn í eldhúsinu þar sem ég var að elda kvöldmatinn. Jamm fínt að geta eldað hann fyrir hádegið
en í kvöld verður semsagt kolkrabbi og kartöflur á borðum og það er borðað kalt þannig að það er fínt að elda það fyrir hádegið og vera laus við eldhúsið í kvöld.
Annars er ekkert að gerast en mér sýnist að það verði nóg að snúast um helgina þar sem það liggja fyrir fleiri ferðir á haugana og ýmsar tilfæringar. En eitt fannst mér nokkuð skondið þegar við fórum á haugana um síðustu helgi. Það er maður sem vinnur þar og á hann að fylgjast með hvað er komið með og að það fari á rétta staði einnig á hann að vigta hvað fólk er með mikið. En hann gerir það ekki því að ef fólk er ekki með heilu vörubílsfarmana að þá vigtar hann bara fólkið sem keyrir en ekki ruslið. Ég gat ekki annað en brosað þegar ég sá röð af fólki bíða eftir að stíga á vigtina.
Athugasemdir
Kolkrabbi? Það hef ég aldrei smakkað ( held ég) hvernig eldarðu hann? Langar að prófa, þarf kannski að dulbúa hann fyrir hina
.
Verði þér að góðu
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 1.2.2008 kl. 11:48
Ég sýð hann í ca 45 mín og þá er hann fínn. Hefði aldrei trúað því að hann væri svona góður.
Ólöf , 1.2.2008 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.