Allora....

Eitthvað er ég ekki að standa mig í stykkinu við bloggið þar sem tvö síðustu komment hafa verið um það að blogga ! Ég skal reyna þótt ég hafi ekki mikið að segja eins og er. Wink

Sunnudagurinn hjá mér var frekar rólegur þar sem kallarnir voru að brjóta og færa til á neðri hæðinni svo að það væri hægt að laga á mánudaginn og ótrúlegt en satt að þá var allt lagað þá. En ég átti alveg eins von á að það myndi dragast eitthvað. En allavega þeir tóku til á neðri hæðinni alveg fullt og herbergið sem sú gamla hefur alltaf verið að kvarta yfir að geta ekki notað er núna næstum tómt þannig að ég hélt að hún yrði nú ánægð. En áðan fór ég niður og þá kemur hún með tárin í augunum og núna er bílskúrinn ekki eins og hún vill hafa hann. ( Hann er samt mjög fínn, smá dót náttúrlega og bíll en þetta er bílskúr !! ) Ég ákvað að áður en að ég myndi segja eitthvað sem best væri að láta ósagt að fara bara upp og loka á eftir mér !! Hún er búin að skammast í margar vikur yfir herberginu og það er ekki sjens að ég nenni að hlusta á hana með það sama um bílskúrinn næstu vikur !! Shocking Fyrir utan það að hún á ekkert að vera í bílskúrnum en hún vill hafa hann samt, er meira að segja ekki með rusl inni hjá sér bara í skúrnum.

Annars er ekkert að gerast, tíminn er samt skelfilega fljótur að líða það er að verða kominn febrúar sem er náttúrlega bara fínt því þá fer að styttast í Dublin. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir

Sumir finna sér alltaf eitthvað til að kvarta yfir En við hin reynum að umbera þá

Hafðu það sem best

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 30.1.2008 kl. 17:45

2 identicon

Má ég forvitnast hvar fjekstu svona ódýra ferð til Dublin?

Svanhildur Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 19:26

3 Smámynd: Ólöf

Ferðin er keypt á netinu en það munar mestu að þurfa ekki að fljúga frá Íslandi þar sem það kostar oft ansi mikið.

Ólöf , 30.1.2008 kl. 21:28

4 identicon

Mikið er ég fegin að þú ert heil á húfi

Það getur sko verið vandasamt að umgangast sumt fólk, sýnist nú samt að þú sért að standa þig vel ( það er örugglega ættgengt sko  )

Sigrún (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 22:30

5 identicon

Takk fyrir svarið,  og skemtileg bloggsíða hjá þér Dublin er bara æðisleg borg að mínu mati hef komið þangað 5 sinnum og langar aftur fíla mig þar eins og ég sé komin heim fólkið yndislegt brosmilt og ljúft .Vona að þú upplifir það sama og ég

Svana (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband