Allt á floti allstaðar....

Þvílíkur dagur í dag !!! Í gærkvöldi ákváðum við að vakna klukkan 7 þar sem Geithafurinn var búinn að fá lánaðan bíl til að fara með slatta af rusli á haugana. En klukkan 4 vöknum við við hringingu ég fattaði fyrst ekkert hvað þetta var en hann rauk upp og sagði það er eitthvað að hjá ömmu þessi bjalla er hjá henni og jú mikið rétt hún var að hringja þar sem það var allt á floti á neðri hæðinni. Geymslan hennar og klósettið og bílskúrinn voru gersamlega undir vatni. Ég og gamla konan vorum í því að þurrka upp og Geithafurinn fór í það að tæma geymsluna hennar þar sem lekinn kom þaðan. Þvílíkt drasl og þvílíkt vatn !!! Við þurftum líka að tæma bílskúrinn að miklu leyti og þar á meðal að koma út litla bílnum sem gamlinn ( Pabbi Geithafursins á) við höfðum náttúrlega ekki lyklana af honum þannig að við urðum bara að ýta sem betur fer er hann frekar léttur !

Það kom sér að Geithafurinn var búinn að fá lánaðan bíl til að fara með drasl þar sem mest allt úr geymslunni fór á haugana. Það var reyndar ekki allt af vatnsskemmdum heldur líka bara hvað sú gamla var að geyma Shocking til að nefna nokkur dæmi að þá var þarna ónýt ryksuga, fylgihlutir með ryksugu sem hún átti ábyggilega fyrir 30 árum, ónýt regnhlíf, brotinn stóll. ónýtir sólstólar, kassar undan flest öllu sem hún hefur keypt síðustu 10 árin !!  Bara til að stikla á stóru.  Við fórum tvær ferðir á haugana með fullan bíl. 

Eftir hádegið kom viðgerðarmaður og gat hann komið vatninu á fyrir efri hæðina en neðri hæðin hefur kranavatn en ofnar virka ekki þar sem það þarf að brjóta svo að það sé hægt að laga það en það verður víst gert á mánudaginn. Þannig að þetta sleppur þar sem sú gamla á rafmagns ofn til að hita upp hjá sér.

En ég er semsagt búin að vera á fótum og á fullu síðan 4 í nótt og verð að segja að ég er nú að verða soldið syfjuð !! En eftir allt vatnsflóðið og haugaferðir að þá þurfti að versla inn fyrir vikuna og hitt og annað sem hefur þurft að vesenast hér heima þannig að það hefur verið meira en nóg að snúast hér í dag ! Ég er samt fegin að þetta gerðist núna en ekki eftir mánuð þar sem þá hefði sú gamla verið ein heima og það hefði ekki verið gott þar sem hún má ekki við miklu þessa dagana.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu enn á floti ? Mig er farið að lengja eftir fréttum

 Kveðja héðan úr sköflunum

Sigrún (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband