19.1.2008 | 21:04
Úr einu í annað.
Get ekki sagt að það sé mikið að gerast hér þessa dagana. Það er hundkalt og þoka og bara ekkert spennandi að vera á ferðinni. Ég skrapp í hundagöngu áðan og ég var varla komin út fyrir hliðið þegar ég sá ekki húsið lengur. Maður er eins og inni í bómullarhnoðra ef maður rekur út nefið. Þannig að það er ekki eins og það sé mikið að skrifa um eins og er.
En ég sá eitt í morgun sem gerði mig alveg kjaftstopp ! Við vorum á leið til Ravenna til að versla inn og stoppuðum til að taka bensín. Ég var að fylgjast með fólkinu á meðan Geithafurinn var að dæla á og það voru tveir karlar að vinna þarna og annar var að afgreiða fólk reykjandi...á bensínstöð og þetta er sá sem rekur stöðina.
Svo er annað sem ég get ekki skilið hér og það er þegar fólk er að ferðast með börnin haldandi á þeim í framsætinu. Skil ekki hvað fólk er að hugsa ! Það er ekki eins og fólk keyri hægt hér á hraðbrautunum og reyndar ekki innanbæjar heldur.
Athugasemdir
Ég var einmitt yfir mig hlessa þegar ég sá foreldrana halda á börnunum sínum í framsætinu þegar ég var úti, mér sem finnst það hérumbil dauðasynd að leyfa börnum yngri en 12 ára að sitja í framsætinu
( þá einum). En ég er nú bara ég, svo að það er ekki alveg að marka. Hér er allt fullt af snjó, bara æðislegt , get ég sagt þar sem ég er á jeppa, ég er ekki viss um að þeir sem eru á smábílum séu sammála mér
Hafðu það gott
kv Jóna
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 20.1.2008 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.