Gardínuvesen.

Hún amma gamla getur stundum gert mig galna. En hún kallaði í mig áðan til að segja mér gardínan frá borðstofunni væri komin. En þannig er að í endaðan nóv þvoði ég gardínu sem er nú ekki í frásögur færandi. Ég klemmdi hana út til að láta hana aðeins taka sig og ætlaði svo að hengja hana upp. Þegar ég fór út og ætlaði að ná í hana var hún horfin...ok ég vissi sossum alveg hver hefði tekið hana. En amma vildi ekki láta hana af hendi og sagðist ætla að láta straukonuna strauja hana. Ok ég ákvað að bíða einn dag en nei þá gat ég ekki fengið hana þar sem hún hafði farið með hana í hreinsun. Alltaf öðru hvoru hef ég spurt um gardínuna en nei ekki tilbúin....fyrr en allt í einu í dag að sú gamla kallar í mig til að sýna mér innpakkaða gardínu. Hún var semsagt komin úr hreinsun eftir næstum tvo mánuði. Shocking Þegar ég ætlaði að taka hana og fara með hana upp að þá mátti það ekki....nei nei bíða eftir straukonunni og svo þarf að þrífa gluggann og allskonar ástæður. Þá sagði ég nú bara stopp !! og tók gardínuna og fór með hana...ég þarf enga straukonu til að setja hana upp og ég get nú alveg pússað gluggann sjálf !! Það versta er að ég þarf að þvo frá öðrum glugga en vil helst ekki þurfa að bíða í tvo mánuði eftir að geta sett fyrir hann aftur...spurning um að standa við vélina á meðan hún þvær og standa svo úti við snúrurnar svo að gardínan gufi ekki upp.Woundering

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehehehe... mikið er amma gamla heppin að þú ert þarna en ekki ég.

Ég væri búin að tapa mér og það þætti nú dónaskapur

Sigrún (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 21:45

2 Smámynd: Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir

Ég er soldið hrædd um að ég hefði farið og keypt nýjar gardínur, sú gamla hefði bara mátt eiga hinar.   Að öðru ég hef komið til Dublin og það var bara mjög gaman, þú átt örugglega eftir að gaman þar.  Kveðja Jóna

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 15.1.2008 kl. 19:06

3 Smámynd: Ólöf

Já það mátti ekki miklu muna að ég myndi missa mig og eða kaupa nýjar gardínur. Hún reynir stundum á þolrifin sú gamla.

Ólöf , 16.1.2008 kl. 10:20

4 Smámynd: Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir

Ég væri farin á límingunum ef ég hefði eina svona í næsta húsi Þú stendur þig vel.

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 17.1.2008 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband