11.1.2008 | 15:09
Dublin.
Við ætlum að skella okkur til Dublin í næsta mánuði þar sem við rákust á svo hlægilegt verð ! Ferðin fram og til baka fyrir tvo er ódýrari en önnur leiðin til London frá Íslandi fyrir einn.
Mig reyndar langaði til London en hef farið þangað svo oft að það er kominn tími á að prufa eitthvað nýtt. En ég hef semsagt aldrei farið til Dublin og veit ekki mikið um hvað hægt er að skoða þar þannig að ef einhver lumar á upplýsingum eða tillögum um eitthvað sniðugt endilega skildu eftir komment.


Athugasemdir
Ég hef farið til Dublin, mööörg ár síðan. Við skoðuðum kastala og búðir
Væri sko til í að koma þar aftur - passaðu þig bara á vinstri umferðinni.
Það munaði ekki miklu að ég færi ekki lengra en útúr flugstöðinni hehehehehe....
Sigrún (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 20:21
Það er nú ekki margt hægt að skoða í Dublin annað enm búðir og einhver söfn. Hef komið þar 5 sinnum. Dublin er æði.
Hvað kostar eiginlega þessi ferð? 20 þúsundkall eða svo?
Brynja Hjaltadóttir, 15.1.2008 kl. 21:44
Jamm með hóteli í 5 nætur að þá er það ca 20 þús á mann.
Ólöf , 16.1.2008 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.