Sunnudagur.

Ég er í einhverri blogglægð þessa dagana, en það kannski fer að breytast þar sem nýja tölvan er væntanleg á þriðjudaginn ! Happy  Get ekki beðið eftir að geta notað msn aftur !! það virkar ekki í þessari og það getur verið ansi pirrandi stundum ! Því forritið sem ég er með er einhvernvegin ekki alveg að gera sig.

En annars er ekki mikið að gerast hér, jólaserían fer niður á morgun en tréð er farið. Ég vildi hafa kveikt á seríunni í kvöld svona í síðast sinn, enda er nú ekki lengi gert að taka hana niður. 

Í gær skruppum við í búð sem selur náttúruvörur og vá var allt dýrt ! en þegar kom að kassanum átti ég mjög erfitt með mig þar sem kassadaman söng hástöfum með útvarpinu Grin og það ekkert allt of vel. Þetta gerði hún allan tímann sem ég sá til og verð ég að segja að þetta lífgar upp á daginn spurning um að taka þetta upp í verslunum almennt. Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahaha... eitthvað hefði nú verið sagt hér í gamla daga í KÁ, ef maður hefði leyft sér að syngja á kassanum

Gleðilegt nýtt ár !

Sigrún (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband