31.12.2007 | 12:29
Gleðilegt ár.
Vil óska bloggvinum og öðrum lesendum Gleðilegs árs og þakka fyrir það gamla.
Annars er ég bara ennþá að drukkna í kvef flensu og mér sýnist það ekkert vera að lagast. Er verri í dag ef eitthvað er. Samt alveg ótrúlegt hvað karlmenn eru furðulegir þegar kemur að veikindum..allavega Geithafurinn
hann lá í flensu öll jólin og við náttúrlega fórum ekkert en hann er orðin hress núna og fyrst hann er ekki veikur að þá á ég ekki að vera veik. Honum finnst mjög skrítið að ég ætli ekki að fara í grill í kvöld...einhvernvegin langar mig ekki að standa úti og grilla með kvef og hita...skrítið !! Fyrir utan það að þá finn ég ekki einu sinni bragð né lykt þannig að matur er ekki mjög heillandi. En ég semsagt er hér með hundfúlan Geithafur sem getur alveg farið einn í grillið ef hann vill en nei það vill hann ekki. Semsagt endalaust fjör hér á bæ !!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.