29.12.2007 | 13:02
Tuð.
Æ þessir dagar eru frekar erfiðir, ég er með einhverja flensudruslu, er ekki beint veik en er samt alls ekki hress. Mér finnst reyndar áramótin alltaf leiðinleg !! Gamlárskvöld er eitt leiðinlegasta kvöld ársins og ég vil helst bara vera heima og horfa á góða mynd og fara bara snemma að sofa. En Geithafurinn er ekki alveg eins með það sko, það er búið að bjóða okkur í grill á gamlárskvöld sem er nú ekki til að bæta það fyrir mig þar sem ég borða helst ekki grillmat. Og eiginlega alls ekki þar sem hann er sjálfur með grill hér heima annað kvöld. Er að vinna í því að hann fari í grillið en ég verði bara heima með hundinn ( sem by the way er skíthræddur við flugelda) og horfi á mýrina og kalda slóð í friði og ró...spurning hvort það tekst.
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér með þetta fúla gamlárskvöld. Ætti að afnema það...
Brynja Hjaltadóttir, 30.12.2007 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.