27.12.2007 | 14:19
Smælki.
Ég held að Geithafurinn hafi haft það að smita mig af kvefi eða ég allavega kenni honum um það en það er reyndar alveg sama hvert maður fer þessa dagana að það eru allir kvefaðir og með tissjú á lofti. Enda er tissjú uppselt hér eins og er...ég fékk seinasta pakkann í morgun þegar ég rölti út í búð. Gat svo ekki annað en farið að hlæja þegar ég mætti svo ömmu gömlu á heimleiðinni og hún hrópaði á miðri götu þarna ertu ég hélt þú bara værir heima sofandi ég var nefnilega búin að vera að kalla í þig. Þetta var sko rétt fyrir hádegið, og það er ekki eins og ég sé alltaf sofandi fram eftir, ég vakna flesta morgna rúmlega 6. En allavega þeir sem voru á ferðinni þarna halda ábyggilega að ég sofi alltaf fram að hádegi.
Ef allt gengur eftir að þá kemur nýtt tæki hér í hús eftir nokkra daga !! Þessi tölva er alveg búin á því og ég get ekki einu sinni tengt mp3 spilarann minn við hana ( en jamm ég fékk solleiðis í jólagjöf ) Við ákváðum að nota peninga sem við fengum í jólagjöf og fá okkur nýjan lappa !!! Það verður bara ljúft þegar hún kemur í hús.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.