26 des.

Get ekki sagt að asinn sé að æra mig þessa dagana. Hef ekki rekið nefið út úr húsi nema rétt til að fara í hundagöngu þar sem Geithafurinn er ennþá lasinn þannig að við höfum ekki farið neitt. Þetta er samt búið að vera ansi ljúft, gærdagurinn fór í lestur á Harðskafi eftir Arnald og nú er næst á dagskránni að horfa á mýrina.Smile 

Það er reyndar ekki jólalegt hér fyrir fimm aura það er kalt en meira svona haustveður en jólaveður. Mér finnst samt einhvernveginn ekki vera jól það er einhvernveginn engin jólastemming hérna. Það sem kom mér helst í stemmingu var að fá malt og appelsín þótt það væri skrítin blanda, danskt malt og ítalskt appelsín en það var samt bara skrambi gott þótt Egils sé náttúrlega alltaf best. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband