24.12.2007 | 09:09
24 des.
Klukkan er rétt að verða 10 og ég er búin að fara á nokkra staði í morgun. Og þvílík traffic !!! Ég þurfti að fara í tóbaksbúðina til að kaupa lottó og frímerki, Þar voru nú bara þrír á undan mér. Ég ætlaði í apótekið en snéri frá þar sem þar var biðröð út úr dyrum, svo fór ég í matvörubúðina og var nú að hugsa um að snúa bara við þar, þar sem ég var bara að kaupa einn hlut (gleymdi að kaupa ruslapoka í gær) en það voru langar raðir enda bara tveir kassar í gangi, þeir eru reyndar bara þrír enda er þetta pínulítil búð. En allt hafðist þetta nú á endanum en úff hvað ég ætla ekki meira í búðir í dag. Geri samt kannski aðra tilraun með apótekið þar sem ég átti að kaupa eitthvað fyrir Geithafurinn sem er með flensu. Ætla rétt að vona að ég sleppi við að fá þetta.
JÓLAKVEÐJUR
Athugasemdir
Hæ hæ! Langaði bara að þakka kærlega fyrir mig og mína og óska ykkur gleðilegra jóla!
jólakveðja,
Ásta Hrönn , 24.12.2007 kl. 23:35
Sömuleiðis takk kærlega fyrir okkur.
Jólakveðja til ykkar !
Ólöf , 25.12.2007 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.