Jólaæði !

Held að það sé orðið sem lýsir deginum. En ég semsagt skrapp til Ravenna eftir hádegið. Geithafurinn átti læknatíma og ég fór með og síðan fórum við að versla smá þar sem það vantaði til dæmis maltið og ýmislegt smálegt fyrir jólin. Það var umferðaröngþveiti allstaðar og svoooo mikið af fólki að ég get ekki lýst því hvað ég var fegin að komast heim.

Við vorum reyndar góða stund á spítalanum þar sem hann er slatti stór og það tekur góða stund að fara enda á milli. En þar er það þannig að þú ferð til ritara og tilkynnir komuna og þá færðu blað sem þú þarft að fara með í hinn endann á húsinu til að borga í þar til gerðri vél. Það eru svo margir ranghalar að ef ég væri þarna ein á ferð að þá er spurning hvort ég kæmi út þann daginn aftur. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir

Nóg finnst mér stundum um ranghalana sem eru á Landspítalanum, svo að ég biði nú ekki í einhvern stærri. Ég er mjög ánægð með að þurfa ekki að kaupa neitt annað en mjólk í dag, því að það er náttla allt brjálað.

Vonandi verða jólin þér og þínum góð og hafið það sem best. Jólaknús.

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 22.12.2007 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband