16.12.2007 | 18:36
Jólahvað.
Við skruppum til gömlu hjónanna áðan og á leiðinni tók ég myndir hjá kirkjunni. Það er sett upp hálfgert þorp þar og er meiriháttar flott. Ég þarf að fara þarna í betra veðri og birtu þar sem hér er ógeðslega kalt eins og er og það var farið að dimma þegar ég tók myndirnar en ég læt þær samt flakka. Það snjóar allt í kringum okkur en ennþá hefur ekkert snjóað hér í bæ eða ekkert sem hægt er að tala um það komu nokkur korn í gær en ekkert sem hægt er að tala um. Væri alveg til í að sjá hvíta jörð hér í eins og einn dag.
Athugasemdir
Frábærar myndir en er sammála þessu með snjóinn. Þetta yrði fullkomið með honum.
Bestu kveðjur héðan úr rigningunni
Sigrún (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 13:33
Já ég væri sko til í smá snjó, það er allt svo dimmt án þess. Hafðu það sem best.
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 17.12.2007 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.