14.12.2007 | 15:40
Jóla jól.
Þegar ég vaknaði í morgun var ég í bökunargír þannig að ég dreif mig út í búð rúmlega 8 og keypti það sem mig vantaði og er búin að baka tvær sortir í dag, marengstoppa og spesíur. Veit ekki hvort það verður eitthvað meira um bakstur fyrir jólin en það er aldrei að vita. Annars er ekki mikið að gerast hér þessa dagana, ég hafði loksins að skreyta jólatréð í gærkvöldi þar sem ég fékk seríu á það. Var búin að fara á nokkra staði og allstaðar voru inniseríur búnar. Annars er tréð hálf visið en það lagaðist smá við seríu og skraut.
Athugasemdir
Ekki eru Íslendingarnir svona hagsýnir, það er nánast orðið óþekkt fyrirbæri að einhver frónbúinn baki smákökur fyrir jólin. Af vandræðum baka flestir miklu miklu meira en nóg.
Eiríkur Harðarson, 14.12.2007 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.