Pass.

Það er meira en kalt hér þessa dagana ! Ég var svo morgunhress í morgun að ég ákvað að fara í gönguferð um þorpið og úff ég hélt ég yrði ekki eldri það var svo kalt. Er búin að vera í flíspeysu síðan ég kom heim. Smile  En annars er ekkert að gerast hér þessa dagana. Bíllinn er reyndar í einhverju lamasessi og er í viðgerð, átti að vera tilbúinn í gærkvöldi en var það ekki en á að verða tilbúinn í kvöld. Ég er að vona að það standist þar sem þá er planið að fara til Ravenna og versla smá inn það er mikið meira úrval og ódýrara að fara þar í stórmarkað heldur að versla allt hér í litlu búðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Var að uppgötva að ég þekki engan í útlöndum sem ég sendi jólakort. Krefst þess hér með að fá heimilisfangið þitt svo ég geti sent þér jólakort.

Ætli ég heiti líka karlmannsnafni á Ítalíu?

Brynja Hjaltadóttir, 11.12.2007 kl. 22:51

2 Smámynd: Ólöf

Nei þú ert með kvenmannsnafn þar sem það endar á A Nema að þú notir Guðríðar nafnið þá gætu orðið vandræði. hehehe og ef þú vilt addressuna sendu mér bara póst á olof2001@hotmail.com 

Ólöf , 12.12.2007 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband