10.12.2007 | 08:19
Mánudagur til mæðu !
Þótt að skólinn sé búinn að þá var nú ekkert sofið út hér í morgun. Ég var komin út á sama tíma og venjulega þar sem ég þurfti að fara á pósthúsið þar sem ég ætlaði að fá eyðublað til að fylla út svo að Geithafurinn gæti sent pakkann á morgunn. Það er nefninlega betra að senda hann frá Ravenna en héðan þar sem ég veit svei mér ekki hvað ætti að kalla þær sem vinna hér! En allavega ekkert fékk ég eyðublaðið þar sem þær bara hringsnérust og höfðu sko aldrei séð svona áður. Þetta er semsagt ósköp venjulegt eyðublað þar sem maður setur innihaldslýsingu. En Þetta pósthús stendur allavega ekki undir nafni. Jú þú getur sent venjuleg bréf en ekki mikið meira þá fara að vera vandræði. En hann verður bara að fylla þetta út á morgun á staðnum enda sossum ekki mikið mál, ég ætlaði bara að flýta fyrir og gera þetta heima.
En annars er bara ljúft að þurfa ekki að fara í skólann í dag. En hef samt alveg nóg að gera hér heima við. Þarf að fara í tiltektargírinn, og svo jafnvel að skreyta eitthvað smá meira.
Athugasemdir
Jamms mánudagar eru oft erfiðir, ég kannast hins vegar við svona pósthús/banka. Það er einn svona í nágrenni við mig og þar er betra að vera ekki með neitt vesen, annaðhvort sendirðu bréf eða tekur út pening það er nú ekki mikið meiri þjónusta þar
. Mér lýst vel á að fara að skreyta jólatréð á þessum tíma, ekki bara á þorláksmessu og kveikja ekki á því fyrr en á aðfangadagskvöld.
Hafðu það sem best.
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 10.12.2007 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.