7.12.2007 | 21:58
Föstudagur.
Get ekki annað sagt en það hafi verið ljúft að klára síðasta skóladaginn. Ekki það að þetta er búið að vera þrælgaman, en það verður mjöööög ljúft að geta sofið aðeins lengur á mánudaginn en best verður að losna við rútuferðirnar !! Hef ekki tölu á hvað oft þessar fjórar vikur að það hefur munað hársbreidd að rútan hafi lent í árekstri. Ansi oft sem maður hefur henst til þar sem þeir hafa snarhemlað og allskonar svona skemmtilegt.
Spurning hvort að ég skreyti loksins um helgina, get eiginlega ekki annað þar sem mér sýnist að allir grannarnir séu komnir í skreytingar gírinn. Ég þarf reyndar ekki að leggja mig neitt fram þar sem hér virðist allt snúast um að henda þessu bara einhvernvegin upp og láta svo allt blikka. Ótrúlega smart eða þannig.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.