Arrrrggg.

Ég er eiginlega kjaftstopp eins og er. Ég held að amma gamla á neðri hæðinni sé alveg að flippa út. Hún kallaði í mig áðan til að segja mér að senda Geithafurinn til hennar þegar hann kemur heim. Veit ekki alveg af hverju þar sem hún sér alltaf þegar hann kemur, þar sem hún er við eldhúsgluggann þá. Síðan kom þessi rosa fyrirlestur um að það væri bara best að hún myndi flytja út þar sem allt er ómögulegt og ömurlegt. Málið er að hún er í lítilli íbúð á á neðri hæðinni en niðri  er líka bílskúr og herbergi með eldunaraðstöðu þar inn af plús geymsla og baðherbergi og hún vill þetta allt líka. Hún vill elda þar svo að það sé ekki matarlykt inni hjá henni. Hún vaskar upp þar en ekki inni hjá sér og svo framv. En málið er að ef að hún gerir eitthvað inni hjá sér eins og kaupa nýja gardínu að þá vill hún ekki borga það heldur vill hún að pabbi Geithafursins geri það þar sem hann eigi húsið. Hún er með allskonar svona dillur, ég gafst upp eftir að hafa hlustað á hana góða stund því að það fer meira en lítið í mig þegar hún fer að tala um hvað allir séu vondir við hana og að þetta sé hræðilegt líf og það sé allt betra annarstaðar, ég sagðist senda Geithafurinn til hennar ég væri að læra og yrði að halda áfram. Það er semsagt mikið fjör hér eða þannig. Undecided Ef hún verður svona á næstunni að þá missi ég mig ábyggilega og held fyrirlestur á Íslensku. Wink

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir

Það vill oft verða erfitt að búa í svona nábýli, trúðu mér ég veit það! Ég reyni að draga andann djúpt og hugsa um eitthvað annað, sem er frekar erfitt en einhvern veginn gengur þetta nú samt

Hafðu það sem best

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 4.12.2007 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband