Síðasta skólavikan.

Já síðasta skólavikan er runnin upp. Það verða viðbrigði að þurfa ekki að fara í skólann á morgnana. Ég verð samt ósköp fegin að sleppa við allar þessar rútuferðir ! En væri alveg til að vera lengur í skólanum. Wink Sé til eftir áramót þar sem nemendum núna fer fækkandi með hverri vikunni og svo eru víst alltaf mjög fáir í janúar. Þótt það sé fínt að vera fá að þá vil ég nú helst hafa nokkra samnemendur, held einhvernvegin að það sé skemmtilegra. Smile
En í morgun fékk ég nýjan kennara, mér leist nú bara eiginlega ekkert á hana fyrst ! Sú sem var síðustu viku var svo hress og sífellt hlæjandi en þessi er þvílíkt alvarleg og stekkur varla bros. Ég var komin korter fyrir tímann í morgun eins og alla morgna og yfirleitt er maður bara koma sér fyrir og ég fer og kaupi mér vatn og svona smálegt. En nei ekki í morgun ! Þegar hún sá að ég var komin að þá var bara strax inn í stofu og lokað og byrjað að kenna ! En þegar leið á tímann að þá fór hún svona aðeins að koma til og brosa út í annað. Held allavega að þetta eigi alveg að sleppa í eina viku. Smile Ég ætla svo með bók um Ísland með mér á morgun þar sem hún var alveg viss um það að Ísland væri bara einn ísjaki....bara ís og meiri ís. En það er bara gaman að þessu. Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband