1.12.2007 | 21:01
Hádegisverður og fiskar.
Við fórum í mat til gömlu hjónanna í dag, ég var búin að segjast ætla að borða það sem væri á borðum og varð að standa við það. Fyrst var kartöflu pasta nokkurskonar í tómat og svínakjötssósu. Þetta var fínt ! Svo komu svínakjötsbitar sem voru svo feitir að ég hef aldrei séð annað eins...ég tók mér einn og krukkaði smá í hann en gat ekki hugsað mér að borða þetta og með þessu var grænt gubb.
Það var einhverskonar kál steikt á pönnu og það leit skelfilega út en var bara skolli gott. Eftir þetta var svo kaffi og eplakaka og við áttum svo helst að lofa að koma aftur næsta laugardag.
Seinni partinn hafði ég að draga Geithafurinn til Ravenna þar sem mig langaði að fara í göngu í miðbænum og skoða í búðir og jólaskreytingar og þess háttar. Það var mikið af fólki á ferðinni og það virðist sem að allir fari með hunda með sér inn í búðirnar. Ég sæi það gerast heima á klakanum. Við fórum góðan hring og skoðuðum útimarkað þar sem allir virtust vera að selja ámálaða steina. En það var gaman að skoða þetta. Síðan fórum við inn í mjög gamla kirkju sem heitir San Francesco og er hún að síga niður hægt og rólega og nú er svo komið að kjallarinn er fullur af vatni og þar eru fiskar að synda um, og það ansi stórir ! Ótrúlega skrítið að sjá þetta. Ég á ábyggilega eftir að kíkja þarna aftur við tækifæri enda fer ég þarna fram hjá á hverjum degi á leið til og frá skólanum. Geithafurinn var búinn að segja mér að fara þarna inn en ég trúði honum ekki þegar hann sagði að það væru fiskar þarna.
Athugasemdir
Ég er mjöög hrifin af ítölskum mat... en kannski einhverju sem er ekki eins og grænt gubb
. Ég ætti kannski að prófa að fara með hundinn minn í kringluna, bara svona til að sjá hvernig viðbrögðin yrðu
Hafðu það sem best
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 2.12.2007 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.