Nöfn.

Við sátum fyrir framan hjá augnlækninum í gær þegar hann opnaði hurðina og sagði eru þið að koma til mín. Já sögðum við. Já tíminn sem var bókaður með óskiljanlega nafninu. Við töldum það alveg geta passað. Við förum inn, ég lét Geithafurinn koma með mér þar sem ég var viss um að læknirinn talaði ekki stakt orð í ensku bara til að vera viss um að allt kæmist rétt til skila. Þegar við komum inn þá fer læknirinn að skrifa nafnið mitt á blað og fer að pæla í hvaðan ég sé og ég svara þótt hann hafi beint spurningunni að Geithafrinum. Þá segir doksi mjög undrandi er það ekki hann sem er Ólöf ??? þetta er karlmannsnafn.Shocking

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ! Gaman að geta fylgst með því sem þú ert að bralla þarna á Ítalíu. Héðan frá Íslandi er allt gott að frétta og nýja daman hennar Guðnýjar dafnar voða vel. Var að passa hana í morgun, algjör dúlla. Annars er maður að læra á fullu, nóg af lokaverkefnum sem þarf að skila. kveðja María

María Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 16:41

2 identicon

Hæ frænka. Kíkji alltaf reglulega á þig. Datt inn þegar ég var að skoða annað blogg. Komst því miður ekki að kveðja ömmu Lóu en hefði haft gaman að hitta þig og hafurinn. Hér er bara fúlt veður og snjókomurigning :) en nottla bara gott í byrjun des. Knús Katla frænka

katla (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 02:00

3 Smámynd: Ólöf

Sælar frænkur og takk fyrir innlitið. Það er gaman að sjá hverjir koma hér við.

Ólöf , 1.12.2007 kl. 07:54

4 identicon

Hey, ég verð nú bara að fá að vera með í þessum frænku"hitting"  Erum auðvitað bara flottastar. Kveðja, Sigrún frænka

ps. er nafnið Ólöf til á Ítalíu, sem karlmannsnafn ?

Sigrún (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 19:34

5 Smámynd: Ólöf

Gaman að sjá fleiri frænkur.

Nei það er hvorki til Ólöf né Ólafur hér en þar sem nafnið mitt endar ekki á A eins og 99% kvennmannsnafna hér, að þá er gengið út frá því að það sé karlmannsnafn. Ég var meira að segja titluð Herra Ólöf í pósti frá skólanum í byrjun.

Ólöf , 2.12.2007 kl. 20:08

6 identicon

Þá væri ég ss. líka kall á Ítalíu  hahahaha... það gæti orðið upplifun.

Sigrún (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband