Úr einu í annað.

Það er búið að vera nóg að snúast í dag. Fyrst var náttúrlega skólinn og þar fékk ég að vita að ég fæ enn einn kennarann í næstu viku þar sem sú sem kennir mér fyrst á morgnana er að hætta, þar sem hún vinnur bara þarna hluta úr ári. Er ekki mjög hress með það þar sem ég kann mjög vel við hana og það er mikið hlegið þessa tvo tíma sem hún kennir. Veit ekki hvað hinir nemendurnir halda. Blush

Eftir skóla fór ég til augnlæknis þar sem annað augað á mér hefur verið að bögga mig. En það kom ekki mikið út úr því ég má fá mér brillur ef ég vil en það er ekki nauðsynlegt. Miðað við aldur var ég bara með nokkuð góða sjón. Tounge Er maður ekki orðinn gamall þegar svoleiðis er sagt við mann !!

Þegar var haldið heim á leið ákvað Geithafurinn að það væri kominn tími til að kíkja á gömlu hjónin (ömmu hans og afa) og þar vorum við góða stund og förum síðan þangað í mat á laugardaginn. Annars fannst mér gamla konan ekki líta vel út enda kannski ekki von á því þar sem það er ekki svo ýkja langt síðan hún fór í aðgerð. En samt þarf að vera með mat á laugardögum...ekki sjens að sleppa því.

Svo verður morgundagurinn eflaust skrautlegur þar sem það er verkfall hjá strætó, rútum, lestum og flugvélum. Semsagt bara fjör hér....veit ekki alveg hvernig ég kemst á milli á morgun sko. Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir

Fólk er farið að gera grín af mér því að ég er farin að taka af mér gleraugun þegar ég er að lesa og ég sem er rétt rúmlega 20+++++. Vonandi kemstu á áfangastað á morgun. Hafðu það gott.

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 29.11.2007 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband