27.11.2007 | 16:57
...geisp...
Er eitthvað skelfilega syfjuð í gær og í dag ! Við fórum í bíó í gærkvöldi að sjá The Bourne Ultimatum og ég var alveg að sofna yfir henni. Samt alveg ágætis mynd.
Annars er ég bara að mestu búin að vera að læra síðan ég kom heim þar sem báðir kennararnir náttúrlega setja fyrir þannig að ég fæ tvöfalt heimanám á miðað við hina. Reyni að klára allt á daginn svo að ég þurfi ekki að sitja við þetta á kvöldin.
Veit ekki annað en að ég sé ein heima í kvöld, Geithafurinn fer út að borða með vinnunni þannig að ég er að hugsa um að skríða undir feld og horfa á Fame. Bara ljúft.
Athugasemdir
Var íslenskur texti á myndinni ?
Heppin þú að eiga rólegt kvöld með Fame *dreym*
Sigrún (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 22:40
Nei engin texti...en myndin var á ensku hefði hún verið á ítölsku hefði ég ábyggilega hrotið.
Ólöf , 28.11.2007 kl. 13:59
Er svefnsýki að ganga, ég er alltaf syfjuð... en hafðu það gott.
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 28.11.2007 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.