Eru ísbirnir á Íslandi ??

Þessa spurningu fékk ég frá kennaranum í morgun. Ég held svei mér þá að hún haldi að allir búi í snjóhúsum og það sé allt í ís á Íslandi. Smile En annars var morguninn fínn ég var ein með nýjum kennara í 2 tíma og líst mér mjög vel á hana. Svo mátti ég ráða hvort ég léti það duga eða hvort ég myndi fara inn í bekk ( hjá kennaranum sem ég var hjá síðustu tvær vikur) þar sem ertu tveir nemendur sem byrjuðu í morgun bara til að vera í upprifjun og spjalla og svoleiðis. Ég náttúrlega tók það að vera í tímunum enda er um að gera að nota þessar 4 vikur vel þar sem þetta er ekki beint ókeypis! En já þessir nýju nemar eru stelpa frá Austurríki og strákur frá Sri Lanka, hann er reyndar bara í viku held ég þannig að kannski breytast tímarnir aftur í næstu viku en þessi vika verður allavega mjög fín.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir

Þú verður að segja henni frá því hvernig við skríðum inn og út úr snjóhúsunum okkar og frá gæluísbjörnunum okkar! Þetta er dásamlegt, því að við höldum alltaf að við séum miðdepill alls. Væri reyndar alveg til í að fá smá snjó, svona til að lýsa upp umhverfið smá.

Hafðu það gott

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 26.11.2007 kl. 17:35

2 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Mig langar að vita hvað þú ert að læra. Blessuð segðu þeim sögur af ísbjörnum og sleðahundum og snjóhúsum þessum grasösnum þarna á Ítalíu. Öfunda þig af því að vera þarna núna stelpa...Væri til í að upplifa Ítalíu fyrir jól..þeas jólaskreytta.

Brynja Hjaltadóttir, 28.11.2007 kl. 12:52

3 Smámynd: Ólöf

Ég er í málaskóla að læra Ítölsku.  En já það er spurning um að tala um snjóhúsin okkar.

Ólöf , 28.11.2007 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband