26.11.2007 | 15:12
Eru ísbirnir á Íslandi ??
Þessa spurningu fékk ég frá kennaranum í morgun. Ég held svei mér þá að hún haldi að allir búi í snjóhúsum og það sé allt í ís á Íslandi.
En annars var morguninn fínn ég var ein með nýjum kennara í 2 tíma og líst mér mjög vel á hana. Svo mátti ég ráða hvort ég léti það duga eða hvort ég myndi fara inn í bekk ( hjá kennaranum sem ég var hjá síðustu tvær vikur) þar sem ertu tveir nemendur sem byrjuðu í morgun bara til að vera í upprifjun og spjalla og svoleiðis. Ég náttúrlega tók það að vera í tímunum enda er um að gera að nota þessar 4 vikur vel þar sem þetta er ekki beint ókeypis! En já þessir nýju nemar eru stelpa frá Austurríki og strákur frá Sri Lanka, hann er reyndar bara í viku held ég þannig að kannski breytast tímarnir aftur í næstu viku en þessi vika verður allavega mjög fín.

Athugasemdir
Þú verður að segja henni frá því hvernig við skríðum inn og út úr snjóhúsunum okkar og frá gæluísbjörnunum okkar
! Þetta er dásamlegt, því að við höldum alltaf að við séum miðdepill alls.
Væri reyndar alveg til í að fá smá snjó, svona til að lýsa upp umhverfið smá.
Hafðu það gott
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 26.11.2007 kl. 17:35
Mig langar að vita hvað þú ert að læra. Blessuð segðu þeim sögur af ísbjörnum og sleðahundum og snjóhúsum þessum grasösnum þarna á Ítalíu. Öfunda þig af því að vera þarna núna stelpa...Væri til í að upplifa Ítalíu fyrir jól..þeas jólaskreytta.
Brynja Hjaltadóttir, 28.11.2007 kl. 12:52
Ég er í málaskóla að læra Ítölsku. En já það er spurning um að tala um snjóhúsin okkar.
Ólöf , 28.11.2007 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.