25.11.2007 | 15:19
Ehemm....
Vaknaði snemma í morgun þar sem við vorum búin að ákveða að fara til San Marino og sjá hvort það væri ekki komin jólastemming og jafnvel athuga hvort það væri hægt að kaupa einhverjar gjafir. Við fórum þangað og löbbuðum mikið enda var frábært veður en hvað jólainnkaup snertir að þá keypti ég smá hlut handa henni litlu systir en þá er það upptalið.
En aftur á móti keypti ég mér smávegis, ég bara gat ekki staðist það að kaupa fyrstu seríuna af Fame ! Maður horfði á þetta í hverri viku hér í denn og það var heilög stund.
En semsagt jólainnkaup bíða bara næstu helgar ég vil helst ekki bíða mikið lengur þar sem það tekur tíma að senda á milli landa.


Athugasemdir
Þetta er bara hálf sagan... hvað fær Þóra í jólagjöf ?
Sigrún (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 16:41
Já sko hún fær....hehehe get ekki alveg sagt frá því strax sko.
Ólöf , 25.11.2007 kl. 18:04
Jiii Lölla, þú verður sko að koma með þessar seríu af Fame með þér næst þegar þú kemur á klakan
Já og sendu mér mail með heimilsfanginu hjá þér, ég man þetta aldrei...er gullfiskur 
Anna Þóra (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 22:07
Jú seimmér hvað ertu búin að kaupa handa mér????????? hahaha pllliiisss
Þóra (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.