22.11.2007 | 14:03
Fimmtudagur.
Þá er bara eftir einn skóladagur í þessari viku, og í dag komst ég að því að ég er þriðji Íslendingurinn sem þau fá í skólann. Annars er ekkert að gerast nema ég þurfti að skauta í rútuna í dag. Það var smá rigning og aðalgatan er öll gerð úr litlum hellum og úff hvað þær eru hálar í bleytu !!!! Ég flaug næstum því á hausinn fyrir framan slatta af fólki.
En það var ekkert bara ég sem var eins og belja á svelli, ég sá einn endastingast á hjóli enda ekki beint hjólavænt í dag. En allavega er farin að læra ....já það er heimanám á hverjum degi sko.


Athugasemdir
hm.. passaðu þig bara á að vera ekki í pilsi! Eða kanski.. jú annars ef þú ætlar að álpast á botninn hvort sem er þá færðu bara fleiri með þér og veldur umferðaröngþveiti þegar allir reyna að sjá undir pilsið!
ok.. nú var ég vond
............................................... NOT!!!! *frussssssssssssss* 
Saumakonan, 22.11.2007 kl. 20:34
Hehehe já þú ert vond !!!! En Ehemm ég á ekki pils sko.
og held ég fari ekkert að fjárfesta í slíku á gamalsaldri. 
Ólöf , 23.11.2007 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.