21.11.2007 | 15:11
Akkuru....
Voru það ekki rassálfarnir í Ronju sem sögðu alltaf akkuru, akkuru ?? Amma gamla er að gera mig gráhærða þessa dagana því að mörgu sinnum á dag er af hverju þetta og af hverju hitt.
Af hverju ferðu með rútunni í skólann en ekki Geithafrinum ? er búið að koma mööööörgu sinnum. Hún skilur engan veginn að hann byrjar fyrr en ég og ef ég færi með honum yrði ég að bíða í meira en klukkutíma eftir að skólinn byrjaði.
Af hverju kom hann heim í mat á undan þér ? Það var aðalspurningin í gær þar sem hann kom heim sem hann gerir ekki oft, en ef hann hefði beðið eftir mér hefði hann verið búinn í mat þegar hann kom heim.
Af hverju tekurðu rútuna þarna ? Ég tek hana bara þar sem mér finnst þægilegast !!
Af hverju ferðu úr rútunni þarna ? Ég fer úr á mismunandi stöðum, þar sem hentar hverju sinni stundum við búðina ef ég þarf að kaupa eitthvað til dæmis og stundum í miðbænum, það er álíka langt að labba heim.
Af hverju er ekki meiri þvottur til að strauja ? Ert þú farin að strauja sjálf sagði hún í gær og hvessti á mig augunum. Nei ég er það nú ekki en það er samt ekki meiri þvottur sagði ég. Ekki var hún ánægði og ég fékk langan fyrirlestur um það hvað straukonan straujaði vel. Ég veit það alveg en það spratt ekkert upp meiri þvottur þótt hún vildi.
Þetta eru bara nokkur dæmi. Stundum er ég bara ekki alveg stemmd fyrir sömu spurningunni á hverju degi !!
Athugasemdir
Sendu hana bara til mín!!! Er sko með nægan þvott fyrir hana til að strauja!!
Saumakonan, 21.11.2007 kl. 15:41
Já... þetta þurfum við karlmennirnir nú að þola alla daga.. sömu spurningarnar aftur og aftur... svo er meira að segja ekki einusinni til rétt svar við sumum :)
Svona eruð þið konur bara :)
Karlrembukveðja ;)
Steini
Steini (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 19:22
Saumakona : ég sendi þér hana bara með hraði hún kemur einmitt aftur á morgun.
Steini.....það eru engin orð yfir þig og þína karlrembu !!! Ef það væri heimsmeistarakeppni í karlrembu að þá færir þú ansi langt.
Ólöf , 21.11.2007 kl. 20:26
Ég færi ekki bara langt ég færi bara alla leið :)
Þú hefur passað að halda manni í svo góðri æfingu :)
Steini (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 20:39
haha ajaj aumingja ólöf :) sumt fólk er bara erfiðara en annað ;) og steini! rólegur á rembunni ;)
Þóra (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.