Óvenjuleg Pizza.

Gærdagurinn var frekar rólegur hér á bæ. Skruppum í morgunmat til Casalborsetti og fórum svo til Ravenna að kaupa nokkur slúðurblöð. Ég hef nú ekki mikið verið að kaupa af blöðum hér enda er ég vön því að heiman að kaupa þau ekki þar sem þau eru svo dýr. Shocking En hér get ég sko keypt þar sem þau kosta flest ( slúðurblöðin ) um eina til tvær evrur. Endaði á að kaupa þrjú og borgaði reyndar 10 evrur þar sem eitt var með geisladisk með og var þar af leiðandi dýrara.  Eyddi semsagt deginum í lestur. Smile En í gærkvöldi fórum við í annan bæ þar sem Geithafurinn hafði bókað borð á veitingastað sem sérhæfir sig í grilluðu lambakjöti en er líka með pizzur. Hann fékk sér kjöt en ég ákvað að fá mér pizzu og þegar ég fór að lesa matseðilinn var ein sem skar sig úr hún var með grilluðu lambakjöti og kartöflum svo ég ákvað að prufa. Og þvílík snilld !!! Ég hefði aldrei trúað því að þetta væri svona gott !! Ég er sko ákveðin í að fara þarna aftur við tækifæri því að þetta vil ég smakka aftur.Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Saumakonan

jömmmýýýýý... hljómar vel!   Ok... HVAR ertu þarna kerling??? (svona svo ég viti hvert ég eigi að koma í heimsókn til að fá pizzu)

Saumakonan, 19.11.2007 kl. 16:00

2 Smámynd: Ólöf

Ég er stödd í Ravenna norðarlega á Ítalíu....bara góðar pizzur hér !!! slurp.

Ólöf , 19.11.2007 kl. 16:44

3 Smámynd: Saumakonan

ohhhh langar... langar.... hvur veit nema maður skelli sér eftir áramót bara

Saumakonan, 19.11.2007 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband