Leti.

Nenni ekki með nokkru móti að klára heimalærdóminn í dag !! En það kemur í bakið á mér á morgun því að þá verð ég að klára það sem liggur fyrir. Woundering  Skrapp reyndar til Ravenna í dag þar sem við fórum í búð sem selur malt, mig langað svo skelfilega í svoleiðis, ég fer reyndar rétt þarna hjá á hverjum degi en búðin er alltaf lokuð þegar ég fer heim þannig að við fórum seinnipartinn í dag. Þarna eru til margar gerðir og nokkrar bara þræl góðar þótt Egils sé náttúrlega alltaf best !! Er búin að finna Danskt, Nígerískt, og Indverskt meðal annars sem eru góð. Ég reyndar kaupi ekki meira af þessu Indverska þar sem ein flaska af því kostar 2.60 Evrur og mér finnst það einum of !!

En annars er veturinn komin hingað !! Í fréttunum í kvöld var sýnt að sumstaðar snjóar hér í kring en það spáir reyndar ekki snjó hér en það er svoooo kalt !!!  Ekki oft sem ég gæti hugsað mér að ganga í pels en það hefði verið fínt að hafa svoleiðis í hundagöngunni áðan. Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir

Það er frábært að eiga pels, manni verður sko ekki kalt í svoleiðis flík.  Bara verst að tilefnin eru ekki nógu mörg til að nota hann.  Maður fer ekki í pels í skólann, held að krakkarnir rækju upp stór augu, það er nóg að vera með elstu nemendunum

Gangi þér vel með heimanámið.

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 18.11.2007 kl. 18:43

2 Smámynd: Ásta Hrönn

Hehe hérna er 5 stiga frost  Og þetta með jólaljósin... Steini heldur að hann fái einhverju ráðið um þetta  Er þig farið að vanta íslenskar myndir??

kveðja, Ásta

Ásta Hrönn , 18.11.2007 kl. 20:02

3 Smámynd: Saumakonan

hmm.. ég gæti alveg þegið pels!!  brrrrrrrrr

Saumakonan, 18.11.2007 kl. 22:50

4 Smámynd: Ólöf

Ásta, já Steini verður alltaf að fá að halda að hann ráði. Og Já takk myndir eru alltaf vel þegnar er búin að horfa á allt.

Ólöf , 19.11.2007 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband