Ekki minn dagur í dag.

Æ sumir dagar eru bara erfiðir ! Ég fann það eiginlega um leið og ég vaknaði að þetta yrði erfiður dagur og það var rétt. Það var bara eins og hausinn væri ekki skrúfaður á í dag. Alveg sama hvað ég reyndi að segja og gera það kom vitlaust út. Blush Ég vona bara að morgundagurinn verði betri. Það var reyndar ekki bara skólinn sem gekk á afturfótunum heldur allt, ég til dæmis ætlaði að taka út pening svo að ég gæti borgað restina af skólanum á morgun en nei þá vildi hraðbankinn ekki kortið svo ég fór í annan og sá tók við því en ég hélt að hann ætlaði að eiga það því það tók svo langan tíma að fá það aftur en hann gat svo ekkert gert vegna sambandsleysis. Spurning um að fara bara að sofa núna ?

En það er ekki oft sem ég drekk tvö glös af víni og það um hádegisbil en það var svoleiðis í dag. Rúmlega 12 voru þrjár flöskur dregnar fram og við fengum að smakka ...ég get nú ekki sagt að mér hafi fundist þetta skelfilega gott sko en ég kunni ekki við að neita enda var búið að hella í glas handa mér. En þetta braut upp daginn og var fínt bara. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Saumakonan

sendi skrúfjárn í hraðpósti!

Saumakonan, 16.11.2007 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband