..............

Ég er búin að finna mér snilldar leið til að komast í skólann þannig að núna ætla ég bara að labba þetta og vera ekkert að taka strætó þar sem ég er bara fljótari labbandi. Ég náði meira að segja fyrstu rútu heim í dag. Ég var komin heim klukkan 2 þannig að það gerist ekki betra. Smile Væri reyndar alveg til í að vera einn eftirmiðdag í miðbænum og þvælast í búðum en ég nenni ekki að bíða eftir að þær opni. Þær eru lokaðar frá 13 til 15:30  ég þarf að skoða þetta betur við tækifæri. Annars skelli ég mér einhvern morguninn þegar skólinn er búinn og dunda mér í miðbænum.

Veit ekki alveg hvernig morgundagurinn verður í skólanum þar sem Austurríkisnemandinn ætlar að koma mér þrjár vínflöskur sem hann keypti í gær og gefa að smakka. Ætli það verði ekki bara umræður um vín. Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir

Hvað ætli kennararnir mínir segðu ef ég kæmi með vín í skólann til að leyfa öllum að smakka

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 15.11.2007 kl. 08:56

2 identicon

Heheheheh... þetta er sko alvöru skóli

Sigrún (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband