10.11.2007 | 20:22
Laugardagur.
Frekar rólegur dagur hér í dag. Skruppum í verslunarmiðstöð og þar var verið að setja upp jólin og ég átti erfitt með að kaupa ekki eitt af hverju. Sá svo margt flott, en ákvað að láta það eiga sig og hafði að sitja á mér...í þetta sinn !
Annars fór ég líka á skrifstofu sem selur miða í rútuna þar sem ég ætlaði að kaupa mér miða sem gildir í rútuna héðan og svo innan Ravenna. En þá er hætt að selja miða sem gilda í mánuð eftir kaupdag heldur verður maður að kaupa þá frá 1 hvers mánaðar þannig að þá fór það, ég verð að sjá til á mánudaginn hvernig tímasetningar á skólanum verða til að vita hvort ég get notað ferðir með Geithafrinum eða hvort ég verð að kaupa marga miða fyrir hvern dag. Annars bíða ég bara spennt eftir mánudeginum þar sem ekkert virðist ganga auðveldlega í sambandi við skólann, ( hann er fluttur, erfitt að borga inn á, þetta með rútuna) semsagt allt eins öfugsnúið eins og hægt er þannig að það er spurning hvað ég er að fara út í !
Athugasemdir
Vonandi gengur bara vel í dag, kemst á réttan stað, á réttum tíma
Jóna (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.