8.11.2007 | 12:27
Markaður.
Á hverjum fimmtudagsmorgni er markaður hér í bænum. Þá fyllast bílastæðin í miðbænum af allskonar vörum og allskonar fólki. Ég hef stundum labbað þarna í gegn þar sem það er ekki hjá því komist ef maður á erindi í miðbæinn en í morgun ákvað ég að gera mér ferð og skoða þar sem næstu fjórar vikur verð ég í skólanum á þessum tíma. Ekki gat ég nú séð margt sem mig langaði í enda virtist bara vera endalaust úrval af blómóttum kjólum og ég tel mig ekki vera kominn á þann aldur ennþá að ganga í svoleiðis.
Þegar ég kom soldið lengra að þá sá ég slatta af fólki fyrir framan stóran bíl sem eiginlega bara búð á hjólum með fisk, grillaðan eða nýveiddan. Ég verð nú að viðurkenna að ég þekki nú ekki fiskinöfnin á Ítölsku en ákvað samt að skella mér í slaginn og kaupa mér grillaðan fisk. Fínn fiskur en ég hef ekki hugmynd um hvað ég var að borða samt sem áður.


Athugasemdir
Gott hjá þér að prófa, getur verið að þetta hafi verið skata?
Eiríkur Harðarson, 8.11.2007 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.