Markaður.

Á hverjum fimmtudagsmorgni er markaður hér í bænum. Þá fyllast bílastæðin í miðbænum af allskonar vörum og allskonar fólki. Ég hef stundum labbað þarna í gegn þar sem það er ekki hjá því komist ef maður á erindi í miðbæinn en í morgun ákvað ég að gera mér ferð og skoða þar sem næstu fjórar vikur verð ég í skólanum á þessum tíma. Ekki gat ég nú séð margt sem mig langaði í enda virtist bara vera endalaust úrval af blómóttum kjólum og ég tel mig ekki vera kominn á þann aldur ennþá að ganga í svoleiðis. Errm   Þegar ég kom soldið lengra að þá sá ég slatta af fólki fyrir framan stóran bíl sem eiginlega bara búð á hjólum með fisk, grillaðan eða nýveiddan. Ég verð nú að viðurkenna að ég þekki nú ekki fiskinöfnin á Ítölsku en ákvað samt að skella mér í slaginn og kaupa mér grillaðan fisk. Fínn fiskur en ég hef ekki hugmynd um hvað ég var að borða samt sem áður. Smile   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Gott hjá þér að prófa, getur verið að þetta hafi verið skata?

Eiríkur Harðarson, 8.11.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband