7.11.2007 | 16:21
Birr.
Er skelfilega krumpin í dag. Það er skítakuldi úti og reyndar inni líka, ekki oft sem ég er inni í flíspeysu en þannig er það í dag. Annars gerist ekki mikið hér, er að reyna að hafa auga með gömlunni á neðri hæðinni þar sem mér finnst hún vera farin að verða soldið rugluð. Enda kannski ekki von á öðru hún er nú orðin 86 ára. En hún fer eins og herforingi um allt með hjólið sitt. Hún teymir það um þar sem hún er hætt að geta hjólað. Verst að hún er stórhættuleg í umferðinni !! Lítur ekkert í kringum sig bara fer yfir þegar henni hentar. Það munaði hársbreidd að hún væri keyrð niður núna einn daginn bíllinn rétt hafði að sveigja frá....en hún tók ekki einu sinni eftir þessu
bara hélt sínu striki.
Það liggur við að mig langi að setja upp eins og eina jólaseríu þótt nóvember sé bara rétt byrjaður. Enda orðið niðamyrkur klukkan 5 á daginn. En ætli ég reyni ekki að hemja mig til mánaðamóta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.