31.10.2007 | 09:21
Miðvikudagur.
Ég hafði loksins í gær að borga inn á skólann og senda þeim allt sem þarf þannig að núna bíð ég bara spennt eftir að fá tölvupóst eða hringingu frá þeim sem staðfestir byrjunardaginn.
Í gærkvöldi ætluðum við út að borða pizzu en þeir staðir sem við ætluðum á voru lokaðir...mjög líklega vegna þess að það er rauður dagur hér á morgun og þá eru þeir opnir, þeir hafa fært til frídag hjá sér. Þannig að við fórum í nágrannabæ ( þar sem var lokað líka) en þá tók við þvílík bílalest eins langt og augað eygði. Það var úrhellisrigning en þegar við fórum að rýna út að þá sáum við blá ljós í fjarska. Eftir ca 30 mín fóru fram hjá okkur bílar með flutningbíl og svo bílflak sem ég eiginlega fékk bara áfall við að sjá. Ég er bara fegin að við vorum ekki framar í þessari röð þar sem ég hefði ekki viljað sjá það sem fram fór þarna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.